about - 001.jpg

Við höfum trú á hinu góða. Góðar hugmyndir, gott fólk, góð rými. Góð hönnun er hönnun sem bætir daglegt líf, styrkir staðaranda og hefur áhrif - stór eða smá. Lífið getur verið alvarlegt en það er líka stutt. 

Nálgun okkar er einföld: hönnun sem virðir fortíðina, leikur sér í núinu og horfir til framtíðar. Sköpun þar sem maðurinn er kjarninn og þar með umhverfið. Leikum til góðs.  

Bygging hefur lykiláhrif á mótun sameiginlegrar framtíðar okkar. Það sem er hannað, byggt og aðlagað mun hýsa líf og margs konar starfsemi - þar verða minningar til. Vel ígrunduð og falleg rými geta veitt gleði og jafnvel bætt líf notenda til hins betra. Það skiptir miklu máli hvernig þessi rými eru byggð og úr hverju, því það hefur áhrif á mun meira en einungis notendur þeirra. 

Þetta snýst því ekki aðeins um núið - byggingarnar sem við hönnum í dag hafa áhrif á framtíðina. 

Nafnið lúdika endurspeglar þessa hugsun: orðaleikur sem sameinar gáskafullan leik (ludic, úr latínu ludus) og fólk (lud, úr pólsku) - leikandi arkitektúr fyrir alla.

ljósmynd: Kjartan Hreinsson

Lúdika er ung teiknistofa með margra ára starfsreynslu frá Íslandi, London og Kaíró. Verkefni okkar eru fjölbreytt, allt frá minni húsnæði til skólabyggingu, verslunar- og menningarhúsa. Við leggjum okkkur fram um að skapa góð verkefni, hvort sem þau eru fyrir einn eða marga. 

Við erum alltaf til í gott spjall. Þjónusta okkar mótast af þörfum hvers verkefnis og hvert verkefni er unnið af alúð og ástríðu. 

Þegar litið er til nýrra tækifæra byggjum við á reynslu okkar. Skoðum í kjölinn hvað virkar, hvað ekki og hvernig megi gera hlutina betur. Hönnun og byggingarframkvæmd þarfnast endurskoðunar; viðhorf samfélagsins til efnisnotkunar þarf að breytast. Stór hluti vinnu okkar er því helgaður rannsóknum og tilraunastarfsemi sem miðar að því marki.

Anna Karlsdóttir // BArch, DipArch, MArch ARB FAÍ

Anna stundaði nám í Reykjavík, Glasgow og London. Hún hefur starfað við fjölbreytt og krefjandi verkefni víðsvegar um Ísland, London og Bretland allt frá fyrstu hugmynd til byggingarloka. Hún kennir einnig við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

Jan Dobrowolski // BArch, DipArch, MArch ARB FAÍ

Jan fæddist í Varsjá, ólst upp í Kaíró og lærði í Glasgow. Hann hefur víðtæka reynslu frá Bretlandi, Íslandi og Mið-Austurlöndum og hefur hannað og stýrt flóknum verkefnum frá hugmyndastigi til byggingarloka. Verk hans hafa verið birt í breskri arkitektapressu. Hann kennir einnig við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

_DSC7436.jpg

Við tökum að okkur hönnun bygginga svo sem nýbyggingar, viðbyggingar, endurbætur á eldra húsnæði og innanhússhönnun. Við getum einnig veitt ráðgjöf í stefnumótun og séð um byggingarleyfisumsóknir, verkefnastjórn og sýningarhönnun.