BioBuilding

Grímsnes, Suðurland

 

Verkefnið BioBuilding er hugarsmíði lúdika, það er margþætt langtíma tilraunar- og þróunarverkefni. Markmið þess er að leggja grunn að því að mögulegt verði að byggja með öðrum hætti hér á landi og nýta íslenskan hamp sem byggingarefni. Fyrsta skrefið var að hanna og byggja frumgerð til að athuga og sannreyna hvernig hampsteypa bregst við íslenskum veðuraðstæðum. Verkefnið hefði ekki verið mögulegt án þeirra styrkja sem það hefur hlotið.

Frumgerðin sækir innblástur í hugmyndafræði japanskra tehúsa, þau eru smá og hluti af náttúrunni. Framkvæmdir hófust í maí 2023 og lauk um haustið sama ár. Það var vel við hæfi að fá hóp farandssmiða, wandergesellen, til að byggja smáhýsið með okkur en þar kom reynsla þeirra, þekking og hugvitssemi sér vel.

Staðbundið byggingarefni var notað eins og mögulegt var þar á meðal í undirstöður, burðargrind, klæðningu og þaraskjái. Mælitæki verða sett upp í byggingunni í byrjun árs 2024 til að meta og skrásetja frammistöðu byggingarinnar.   

Burðarþolshönnun: Mannvit.

Byggingaframkvæmd: Bastian, Georg, Elias, Mattis FFB og lúdika með aðstoð frá Hampfirma.

Þaraskjáir eru samstarfsverkefni með Alberte Bojesen, smíði í höndum Bastian FFB.

www.biobuilding.is

Innslag frá Kastljósi um verkefnið október 2022

Innslag frá Kastljósi um verkefnið desember 2023

Iðan fræðslusetur - Byggt úr hampsteypu á Íslandi

Nýsköpun í mannvirkjagerð - Iceland innovation week

DesignTalks talks - What now? HönnunarMars 2023 Podcast

Iceland Review grein um verkefnið

Brot úr stuttmyndinni The concrete island: transmission sem sýnd var á HönnunarMars 2023.

Next
Next

Múrsteinshúsin