Chelsea raðhús

RBKC, London, UK

 

Við vorum fengin til að blása nýju lífí í eldri eign og umbreyta henni í níu herbergja fjölskylduhúsnæði sem selja átti fullbúið húsgögnum og öllu tilheyrandi. Húsið er staðsett í Chelsea hverfinu í London og er hluti af langri röð raðhúsa frá Viktoríutímabilinu. Byggingin var illa farin eftir mörg ár án viðhalds og var því farið í gagngerar endurbætur auk þess sem bætt var við hæð neðanjarðar til að hýsa líkamsræktaraðstöðu, bíósal og bar. Húsgögn  voru sérsmíðuð af mikilli natni þar sem hönnunin tók tillit til uppruna byggingarinnar en var að sama skapi sniðin að nútímanum.

Verkefni unnið hjá dust architecture í samvinnu með Koldo and Co.

Ljósmyndir teknar af George Sharman Photography.

Previous
Previous

Leirbyggingin

Next
Next

Múrsteinshúsin