BH-001.jpg

Sjónaukinn

Wandsworth, London, UK

 

Saga verkefnisins hófst þegar tveir nágrannar búsettir í dimmu eins hæðar tvíbýlishúsi í suður London tóku sig saman og ákváðu að stækka við sig. Verkefnið var ekki einfalt þar sem lóðin er baklóð staðsett á bakvið stórt íbúðarhús í miðjum bakgarði annarra húsa í kring. Það sem flækti framkvæmdina enn frekar er aðkoman að lóðinni sem er einungis fær um sitt hvorn meters breiðan göngustíginn meðfram íbúðarhúsinu fyrir framan lóðina.

Það var því margt sem taka þurfti tillit til við hönnunina. Útkoman voru tvö sérstæð heimili sameinuð í heildstæðri timburbyggingu sem mótuð var að aðstæðum og nærumhverfi; dagsbirtan fær að flæða óhindrað í byggingu sem heldur utan um báðar fjölskyldurnar.

Heimilin voru hönnuð og byggð með umhverfisjónarmið að leiðarljósi, notast var við vistvottunarkerfi BREEAM.

Aðkoma okkar að verkefninu var margþætt: við sáum um alla almenna hönnun, innanhúshönnun, hönnun sérsmíðaðra innréttinga og landslagshönnun. Hönnunar- og verkefnastjórn frá upphafi verkefnis til byggingaloka. 

Grand Designs Magazine grein: október 2020

Verkefni unnið hjá dust architecture.

Ljósmyndir teknar af George Sharman Photography.

Myndbandsupptökur unnar af Crispy Dog Productions.

Previous
Previous

Garðskrifstofa

Next
Next

Leirbyggingin